Light theme

Shenmue review
Meh
by Bessi Þór Sigurðarson

Virkilega skryngilega og illa hannaður leikur. Maður eyðir klukkustundum í heildina að labba um og spyrja fólk af götunni
hvort það viti hvar sailers eru eða hvort það þekki kínverskt fólk og fleira svoleiðis óáhugavert bs. Það gæti virkað til að ýkja undir eitthvað andrúmsloft eða segja fleiri minni sögur en umhverfið er alls ekki nýtt þannig. Út kemur eins og þeir hafi bara gleymt að setja eitthvað inn í rýmið, sem er vissulega flottur að skoða en notaður 10 sinnum lengur en honum er velkomið. Combattið er fínt á köflum en frekar mikið í rugli. Hvernig það er kynnt er svo upp úr þurru. Svo er verið að kenna manni ný move áður en maður kann að gera hin einföldustu. Það að hafa d-padið háð myndavélinni við að gera combo var röng ákvörðun. QTEs semi-skemmtileg. Sagan þokkaleg en alls ekki upprunaleg og nær ekki að grípa mann af því hraði frásagnar er á sniglahraða. Andrúmsloftið, lýsingin, sjónmunir on-point, jafnvel sumpart í dag og ótrúlegt miðað við sinn tíma. 

Leikurinn sjálfur þó ekki nógu sterkur til að ég mæli með að spila hann. Kann samt sem áður að meta hvað hann er flottur, sérstaklega miðað við sinn tíma, ákveðna hluta combatsins og andrúmsloftið. 

⭐⭐ 1/2
«Waste of time»
«Boooring»
«I could make it better»