Light theme

Shenmue review
Meh
by Bessi Þór Sigurðarson

Virkilega skryngilega og illa hannaður leikur.

Þessi leikur er saga um hefnd fyrst og fremst en maður eyðir svo fáránlega miklum tíma að gera bara eitthvað kjaftæði. Maður eyðir klukkustundum í heildina að labba um og spyrja random fólk af götunni einhverra skringilegra spurninga: hvort það viti hvar sjómenn væru eða hvort það þekki kínverskt fólk og fleira svoleiðis óáhugavert bs sem maður veit ekkert af hverju er mikilvægt eða hvað á endanum það myndi afreka.

Áhersla leiksins er svaka mikið á sögunni, andrúmsloftinu og tæknibundin afrek og á köflum virkar það til fulls. Maður labbar um götur Yokosuka, að dást að því hvernig hver einasta persóna hefur sína eðlilegu hegðun og rútínu sem þau fylgja. Svo slær klukkan, allt dimmist og það kviknar á ljósastaurunum - og í sannleika sagt lýtur leikurinn ótrúleg vel út. Lýsingin er undurfalleg, borgin og allt umhverfið hefur ákveðinn sjarma sem ég á erfitt með að lýsa, maður finnur bara fyrir þeirri staðreynd að við útkomu sína var þetta hápunktur leikjagrafíkkar. Allt er svo hljótt og rólegt - maður er kannski að hugsa sér að bóka miða til Japan - þegar Shenmue er í essi sínu, er leikurinn reynsla sem maður getur hvergi annars staðar fengið, ótrúlega fallegur og róandi.

En sorglega staðreyndin er að umhverfi er ekki nema backdrop - það skiptir miklu máli fyrir heildarupplifunina en er ekki upplifun í sjálfu sér. Fyrsta og fremsta verkefni manns í leiknum er að drepa tíma... Nei, ekki með því að skemmta sér og gleyma klukkunni heldur þveröfugt - að stara á klukkuna og bíða þar til hún verði 3 til að maður geti haldið áfram með söguna. Það er 30-50% leiksins, grínlaust. Næst vinsælasta í leiknum er að labba fólks á milli og tala við þau hvort þau þekki einhvern sem kann kínversku eða hvort þau viti hvar maður gæti fundið sjómenn. Maður stoppar fólk handahófskennt út á götu og *kannski* veit það eitthvað. Það er engin aðferð við þessa rannsóknarvinnu, aðeins handahófskennt flakk. 

Combattið er fínt á köflum en frekar mikið í rugli. Hvernig það er kynnt er svo upp úr þurru. Svo er verið að kenna manni ný move áður en maður kann að gera hin einföldustu. Það að hafa d-padið háð myndavélinni við að gera combo var röng ákvörðun. QTEs semi-skemmtileg. Sagan þokkaleg en alls ekki upprunaleg og nær ekki að grípa mann af því hraði frásagnar er á sniglahraða. Andrúmsloftið, lýsingin, sjónmunir on-point, jafnvel sumpart í dag og ótrúlegt miðað við sinn tíma. 

Leikurinn sjálfur þó ekki nógu sterkur til að ég mæli með að spila hann. Kann samt sem áður að meta hvað hann er flottur, sérstaklega miðað við sinn tíma, ákveðna hluta combatsins og andrúmsloftið. 

⭐⭐ 1/2
«Waste of time»
«Boooring»
«I could make it better»