Light theme

Mass Effect 3 review
Exceptional
by Bessi Þór Sigurðarson

Myndi segja að þetta væri besti Mass Effect leikurinn ef það væri ekki fyrir síðasta korterið eða svo. Allt sem þú hefur gert í gegnum alla seríuna (rúmlega 150 tímar fyrir mig) er sett í eina stóra ákvörðun sem tengist svo illa öllu sem hefur gerst gegnum seríuna. Bara svo lackluster og vonsvekkjandi. Eina sem lokaákvörðunin gerir er að breyta litunum á loka-cutscene-unum (m.a.s. með extended cut). Hefði viljað annaðhvort endi þar sem þú færð ekki að velja eða þar sem ákvörðunin hefur eitthvað vægi. Samt sem áður er allt annað í leiknum ótrúlega vel gert.

Besta combattið í seríunni (vanguard all the way!!!). Besta sagan yfir heildina, dýrka hvernig manni líður eins og maður sé í alvöru stríði gegn yfirgnæfandi afli en maður gerir það sem maður getur svo allt fari ekki á versta veg. Lærðu af því sem ME2 gerði rétt og skáru fituna af kjötinu aðeins meira, svo að eftir eru bara spennandi partarnir og þó fer það ekkert illa með pacing-ið í leiknum. Allar þemur og ádeilur fyrri leikja eru færðar fram aftur gegnum söguna og það er svo vel gert. 

Mæli með sterklega ef maður getur búið sig undir að síðasta korterið er ótrúlega vonsvekkjandi. Er búinn að ímynda mér betri endi tbh hahah. 
________________

Spilað með DLC. 
Önnur spilun. 
Einkunn: ⭐⭐⭐⭐ / 5
Tími spilaður: 60 klst
Kláraður: 23/1/19