Light theme

Red Dead Redemption review
Exceptional
by Bessi Þór Sigurðarson

Aaaah, dýrka þennan leik svo mikið. Kláraði meginsöguna í örugglega svona 4-5 skipti og hafði ennþá gaman. Sagan, þemurnar sem hún snýst um og andrúmsþrunga umhverfið býr til svo fangandi og skemmtilega reynslu. Þegar ég spilaði hann fyrst var ég bara viss um að þetta væri besta open-world reynsla sem ég myndi eiga, og að vissu leyti hefur ekkert ennþá toppað fyrsta skiptið sem ég spilaði Red Dead Redemption. Manni er stýrt á svo fullkomnun hraða gegnum söguna og allt villta vestrið en maður hefur þó svo mikið frelsi. Svo satisfying. Sagan gerir svo mikið án þess að hafa yfirvofandi boðskap. Spyr spurninga um hvað er rétt og rangt án þess að beinlínis segja þér það. Fullt af eftirminnilegum persónum og tilfinningalegum stundum.

Ég vildi að ég væri aftur á árinu 2010 svo ég gæti spilað hann í fyrsta skipti aftur!

__________
Kláraður 29/11/19
Einkunn: ⭐⭐⭐⭐⭐/5
«Beaten more than once»